Um L'Occitane
L'OCCITANE tekur þig með í ferðalag til Provence og deilir með þér einstakri hlýju og náttúrufegurð svæðisins. Alveg síðan 1976 hefur L’OCCITANE skapað hágæða snyrtivörur sem að stuðla að vellíðan með það að markmiði að deila kraftaverkum náttúrunnar með umheiminum. Hjá L’Occitane finnur þú húðvörur, líkamsvörur, hárvörur og ilmvörur fyrir bæði dömur og herra.
L’Occitane er vörumerki sem nýtir það besta sem náttúran hefur upp á að bjóða á sama tíma og fyrirtækið leggur sig fram um að skila til baka með þátttöku sinni í samfélagslegum verkefnum fyrir fólk, umhverfið og líffræðilega fjölbreytni. Frá upphafi hefur hugsunarhátturinn í Provence, að lifa í sátt við náttúruna, verið kjarni alls sem L’Occitane gerir og trúir á.
L’Occitane trúir því að fegurð sé meira en það sem augað sér, þess vegna er fyrirtækið ávallt heildrænt í nálgun sinni þegar það rannsakar, framleiðir og skapar nýjungar. L’OCCITANE hefur fengið B Corporation-vottun.